mánudagur, janúar 31, 2005

Dagur gleðitíðinda

jæja dagurinn í gær var dagur ánægjulegra tíðinda. ég fékk að vita það að íbúðin sem ég er að fá í keflavík ætti að vera orðin laus strax eftir helgina þannig ég er á leið til keflavíkur á mánud.-þriðjud. til að skoða hana og sjá hvað ég þarf að hafa með mér... eða kannski réttara sagt hverju ég kem fyrir inní þessari íbúð.
Svo fékk ég þau tíðindi í gærkvöldi að Siggi Arnar og Sigurbjörg eignuðust sitt annað barn, lítinn strák en þau áttu stelpu fyrir. Vil bara óska þeim innilega til hamingju með það. Núna fer Arnar í frí loksins.... hann er sko algjör vinnualki og kann ekki að segja nei við vinnu en honum var skipað að fara í fæðingarorlof sem er bara gott. Þá kannski getur hann líka náð upp heilsu.
En já ætli ég mæti ekki í vinnuna á morgun. Var audda veikur alla vikuna síðustu nánast en samt tekur því varla að gera annað á morgun en að tilkynna þeim að ég sé hættur störfum hjá þeim því að ég á víst að byrja seinna í þessari viku í löggunni á vellinum. Var eiginlega hálf leiðinlegt að verða veikur þarna í síðustu viku og enda þannig störf mín hjá fyrirtækinu. En gat lítið við því gert.

Já og eitt enn... ég veit það er engin gestabók hér en það er hægt að láta bara vita af sér með því að skrifa comment... virkar alveg eins takk fyrir:)

föstudagur, janúar 28, 2005

Flensa

jæja ég vona að þetta hafi verið hápunktur veikindana.... dagurinn í gær var rosalegur og endaði með því um 10 í gærkvöldi að ég ákvað að mæla mig og mælirinn sagði 40 stiga hiti svo ég þorði nú ekki öðru en að leita ráða lækna... fór fyrst út á heilsugæsluna hér í mosó en hann sagðir lítið geta gert og sagði mér bara að fara niður á slysó í tékk... þar var ég í 4 tíma. þar fór ég í blóðprufu, lungnamyndatöku, strokupróf og fékk svo 2 poka af vökva í æð og parkódín til að slá á hitan og hausverkinn. það var líka smá munur á mér frá því ég labbaði inn og þangað til ég labbaði út aftur... hafði aðeins betri stjórn á hreyfingum mínum og hugsaði aðeins skýrar. ég hugsa skýrt það er saga til næsta bæjar:D en já ég nenni lítið að tjá mig um þetta meira nema það að fólk má alveg vera duglegt við að hjálpa mér að drepa tíman því ég er víst að fara að vera allavega næstu 4 daga heima veikur.

miðvikudagur, janúar 26, 2005

VEIKUR

HATA EKKERT MEIRA EN AÐ VERA VEIKUR.... og ég sem er að vinna líklega mína síðustu viku á verkstæðinu og þá þarf ég að verða veikur... er sko ekki að fíla það.... ætli ég þurfi ekki að drullast til læknis á morgun og fá pensilín eða einhvern andskotan.... og svo annar dagur heima á morgun að gera ekki neitt shit hvað mér á eftir að drepleiðast....
svo já eins og landsliðið sýndi góðan karakter í fyrradag þá vá hvað þeir kunna ekki að halda haus þegar þeir eru yfir... hafa aldrei gert... en ég er bara farinn að horfa á joey þættina eða eitthvað.... kannski ég nái að sofna yfir þeim... nefnilega búinn að sofa eiginlega í allan dag að reyna að ná úr mér veikindunum en sýnist það ekki vera að takast... ekkert skárri en ég var í morgun... seeja fólks

mánudagur, janúar 24, 2005

letilíf

djöfull er maður búinn að vera latur... bara af skyldu mætti maður í æfmli til nóra á laugardaginn stoppaði í hálftíma og fór svo bara heim.... gerði svo ekkert í dag nema var að koma af æfingu þar sem við vorum að spila æfingaleik og unnum 5-3 þar sem Steini kallinn átti mark leiksins með viðstöðulausu skoti vel fyrir utan vítateig... þetta getur kallinn. ég sjálfur átti skítsæmilegan leik hef alveg spilað betur.... samt mesta snilldin var sú að ég var á hægri kantinum en er vanalega á vinstri þannig þegar ég var að kalla eftir að boltanum þá kallaði ég alltaf "VINSTRI,VINSTRI" algjör sauður. svona getur maður hætt að hugsa í hita leiksins. segir tóma steypu hehehe...
Á maður svo eitthvað að tjá sig um Liverpool núna, veistu nei held ekki en Vá landsleikurinn í dag... ekkert smá kaflaskiptur leikur og rosalega góður karakter í liðinu að ná að vinna upp 9 marka mun. þetta geta þeir. núna er bara að vona að þeir sýni jafn góðan leik allan leikinn næst og vinni hann. en allavega farinn að sofa vinna á morgun

laugardagur, janúar 22, 2005

I am in

jæja það hafðist, ég náði inntökuprófinu. held jafnvel að ég hafi verið efstur af þessum 10 sem tóku prófið núna. ekki slæmt hjá kauða..... svo frétti ég það að það er búið að redda mér íbúð í kefl og núna er bara verið að bíða eftir að staðfesting berist til löggunnar á vellinum svo hún geti sótt um númer fyrir mig og svona. ég byrja líklega um mánaðarmótin þannig það er ekki langt þangað til að ég er bara fluttur í burtu:D
annars skellti ég mér bara út að borða með vinnunni í gær og hélt upp á árangurinn.... skreið hér heim um 6. bara gaman á djamminu í gær.... rosalega fyndið hvað margar stelpur horfa á mann með glampan í augunum þegar maður er flottur í tauinu. skellti mér í jakkafötin bara í gær og vitir menn það var horft hehehehe ég held að þær hafi bara séð peninga. kvenfólk alveg meiriháttar stundum.

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Það getur ekki allt gengið upp

já það getur víst ekki allt gengið upp hjá manni, Fc Dragon liðið sem ég er að spila með var að spila æfingaleik í kvöld, við gerðum jafntefli við Styrk sem er svona allt í lagi lið en við áttum að getað gert miklu betur en við gerðum.... ef boltinn hefði fengið að ganga kanta á milli eins og við gerum best þá hefði staðan orðið önnur... lokatölur 2-2 þar sem Máni og Gaui skoruðu okkar mörk í fyrri hálfleik. En maður lærir af mistökunum.
Stelpur, jú ég er víst þekktur fyrir að hugsa mikið um þær. Mín kvennamál ganga upp og niður og eins og þarna um daginn missti ég mig alveg. En það þýðir víst lítið að svekkja sig, maður á bara að stíga aftur á bak og halda áfram. þýðir lítið annað..... það er nóg af fiskum í sjónum, ég þarf bara að finna einn sem hentar mér.
svo er inntökuprófið alveg að fara að skella á og ég er aðeins búinn að vera að testa sjálfan mig og það hefur bara komið vel út. ef allt gengur upp á föstudaginn verð ég ráðinn frá og með 1. feb. skilst mér og fram til áramóta. það má víst ekki fastráða ólærða lögreglumenn en þetta er samt ráðningasamningur í lengri kantinum hvað það varðar því vanalega er bara ráðið til 3 mánaða. þannig ég er sáttur og svo er bara að vona að húsnæðismál gangi upp og ég fái þjálfunarstöðu sem aukavinnu. strákarnir í liðinu eru samt missáttir við það að ég ætli að stinga svona af og meira að segja sagði ingó fyrir leikinn það væri ekkert verra að ég mundi meiðast aðeins í leiknum þannig ég gæti ekki farið í prófið hehe en vitir menn hvað skeður hann meiðist sjálfur á hné og það leit ekki vel út. verður vont að missa hann út í langan tíma í meiðsli. en nóg í bili best að fara að sofa vinna í fyrramálið

mánudagur, janúar 17, 2005

Inntökupróf

jæja þá er komið að því... inntökuprófið í lögguna á föstudaginn. eiginlega farið að hlakka dáldið til, vona bara að allt gangi mér í hag og ég nái prófinu og fái vinnuna í löggunni á vellinum. þannig núna ætla ég að vera svoldið duglegur það sem eftir er vikunnar og fara út að hlaupa og synda. jafnvel að maður gluggi í gamlar bækur um stafsetningu því maður þarf víst að fara í stafsetningarpróf og það vegur víst dáldið hátt...
svona til þeirra kvenna sem tóku síðasta blogg mitt nærri sér þá var það kannski dáldið gróft.... en það eru samt margir kvenmenn sem átta sig ekki á því að strákar geta líka haft tilfinningar alveg eins og þær þó við kannski felum þær dáldið mikið og viljum lítið tjá okkur um þær í mörgum tilfellum... það eina sem ég vil biðja ykkur um kæru dömur er að hugsa stundum aðeins hvað þið eruð að gera.
en núna þarf ég að þjóta ætla út að skokka

laugardagur, janúar 15, 2005

úff hvað maður er sorglegur

jæja í gær var bara svona venjulegur vinnudagur, búinn um 4 og ekkert merkilegt frá því að segja, sótti svo brósa fullan niður í bæ um hálf 9 í gærkvöldi.... hann er ótrúlegur, fór í vísindaferð í KB banka þar sem ískaldar fljótandi veigar voru á boðstólnum. hann stóðst audda ekki frítt áfengi og drakk sig fullan.... á heimleiðinni hringdi kúrudýrið Kolla í mig og við ákváðum að skella okkur í bíó. fórum að sjá Alfie og vá maður þekkir sko þónokkra takta sem hann var að beita á kvennþjóðina. Ég held ég geti sagt það með hreinni samvisku þarna var Bjarni yfirhnakki á ferð:D hann þarf sko að fara að sjá sjálfan sig í action. skellti mér svo miðsvæðis og kíkti smá á lífið í bænum. hitti ofurhnakkan á Pravda þar sem hann hélt uppi sínum heiðri með stæl. en já svona að lokum. Liverpool var ekki að standa sig í dag.... og vá Dudek átti að hafa þetta skot frá Rooney. Morientes kom samt vel út svona í fyrsta leik og mér hlakkar til að sjá þegar hann er kominn í leikæfingu. jæja nóg af bulli þangað til næst....

föstudagur, janúar 14, 2005

púff and so it begins

Jæja ég lét verða af þessu.... hélt að ég mundi nú aldrei nenna að blogga en skoðanir geta breyst.
Það sem er svona helst að frétta af mér þessa dagana er það að ég er að sækja um í lögguna á vellinum og mér skilst að það eina sem ég þarf að gera til að fá þá vinnu er að ná helvítis inntökuprófinu sem verður haldið í lok mánaðarins. Þá er bara stefnan sett á að flytja til Kefl og fara að vinna sem löggimann og þjálfa klikkaða unglinga. Mér skilst meira að segja að það sé búið að finna handa mér herbergi sem er nánast bara stúdíóíbúð með húsgögnum og allt á 25k á mán. Þannig núna er ég farinn að undirbúa mig undir prófið og enginn annar en Alkalækur er með mér í för. Við erum farnir að skokka til að byggja okkur upp og svo er reynt að fara í sund og synda smá þess á milli. Audda tekinn smá pottur á það í leiðinni hehe.... Hvað kvennamál hinsvegar varðar stend ég á gati.... held að hlutverk mitt í þeim málum sé bara að pipra alveg eins og Hjaltus.
Já svo eins og allir vita þá er X-ið, Skonrokk, Stjarnan og Radíó Reykjavík hættar útsendingu og þetta kemur einmitt á þeim tímapunkti þar sem ég (sem er talinn mesti hnakkinn í vinahópnum) var farinn að hlusta að mestu leiti á X-ið. Enda hefur Hjalti bannað mér að hlusta á nýju rokkstöðina sem fór víst í lofið í dag 39klst eftir að hinum var lokað.
En nóg í bili ætla að reyna að setja eitthvað meira sniðugt inn á þessa síðu og skella mér svo á æfingu. l8ter