miðvikudagur, maí 11, 2005

inngrip í liðna daga

jæja svona smá inngrip í liðna daga hjá mér... ég er núna að vinna 5 daginn í röð og er að vinna næstu 2 nætur líka. er svo í fríi um helgina og var að spá í að kíkja í heimsókn austur á firði en það er bara svo DÝRT að fljúga. 16þús gæti alveg eins skellt mér til köpen fyrir sama pening. þannig ég er bara að spá í að skella mér á djammið í bænum um helgina. held það verði alveg nóg um að vera. eða kannski ekki veit ekkert hvernig þessi helgi stangast á við prófin. veit allavega að aðra helgi er júróvision og þá fer fólk á djammið.
en já þarsíðustu helgi var ég á Stykkishólmi að keppa í fótbolta eins og ég tjáði fólki í síðasta bloggi... Við enduðum í 7 sæti sem er mun ofar en við áttum von á unnum 5 af 8 leikjum okkar sem telst held ég bara mjög góður árangur. yfir 50% vinningshlutfall:D en já maður fékk sér audda í glas á föstudagskvöldið með strákunum í liðinu og kíktum á stemmaran í hólminum og já orðum það bara þannig að 90% af liðinu sem var á barnum voru löggur 2% kvennfólk og rest einhverjir karlkynshólmarar... þannig það var nú ekkert rosalega spennandi kvöld. ég ákvað svo að sleppa lokahófinu, mamma, pabbi, systa og kærastinn hennar komu í hólminn á laugardeginum og ég fékk bara far með þeim í bæinn. tók því bara rólega um kvöldið, kíkti bara í heimsókn og svona.
hei ég var að taka ákvörðun um það í dag að ég ætla út til Svíþjóðar 15 ágúst-22 ágúst ef ég fæ frí í vinnunni. ætti að geta notað sumarfrísdagana mína sem eru alveg heilir 4 til að fara út. ætla að heimsækja fólkið sem ég þekki í Norrköping þar sem ég var í skóla í 2 mánuði 2002. félagi minn af vellinum ætlar að koma með mér og við ætlum svo að djamma af okkur rassgatið. held þetta verði bara gaman. en já held þetta sé nóg í bili.... þangað til næst

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home