föstudagur, mars 18, 2005

Árshátíð

úff.... það er búið að vera brjálað að gera. ég er búinn að vera að vinna síðustu 7 daga. var á dagvakt um síðustu helgi og svo búinn að vera á næturvakt alla vikuna. er í fríi í dag og á morgun en fer á morgunvakt á sunnudaginn. hefði nú verið lúxus að vera í fríi líka þá því þá gæti ég nú slett ærlega úr klaufunum á morgun því þá er árshátíð lögreglu, öryggisgæslu og tollgæslu á vellinum. hún verður haldin á grand rock... eyfi á víst að spila fyrir dansi þó svo það heilli nú ekki mikið en þá bara fer maður niður í bæ. ég ákvað í gær að skella mér þegar ég komst að því að ég væri ekki að vinna á laugardagskvöld en útaf vaktinni á sunnudaginn þá verð ég nú ekki lengi og ætla að vera edrú.
ekki er hægt að segja annað en ég hafi nóg að gera um helgina því að á sunnudaginn beint eftir vakt þarf ég að bruna í bæinn til að spila æfingaleik með fc dragon. hann er kl 20 og ég er búinn að vinna kl 19. já mikið rétt 12 tíma vaktir. vá hvað ég á eftir að vera búinn á sunnudagskvöldið.

já svo eru mamma, pabbi og litli bróðir í búlgaríu. foreldrar mínir þar að kenna hugleiðslu. þannig bróðir minn sem er 2 árum yngri en ég er bara einn heima og ég held ég krassi bara þar um helgina svo ég þurfi ekki að keyra í kefl beint eftir árshátíðina.

en já ég ætla að skella mér í bæinn þannig endilega verið í bandi um helgina ef þið eruð að gera eitthvað sniðugt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home