föstudagur, janúar 28, 2005

Flensa

jæja ég vona að þetta hafi verið hápunktur veikindana.... dagurinn í gær var rosalegur og endaði með því um 10 í gærkvöldi að ég ákvað að mæla mig og mælirinn sagði 40 stiga hiti svo ég þorði nú ekki öðru en að leita ráða lækna... fór fyrst út á heilsugæsluna hér í mosó en hann sagðir lítið geta gert og sagði mér bara að fara niður á slysó í tékk... þar var ég í 4 tíma. þar fór ég í blóðprufu, lungnamyndatöku, strokupróf og fékk svo 2 poka af vökva í æð og parkódín til að slá á hitan og hausverkinn. það var líka smá munur á mér frá því ég labbaði inn og þangað til ég labbaði út aftur... hafði aðeins betri stjórn á hreyfingum mínum og hugsaði aðeins skýrar. ég hugsa skýrt það er saga til næsta bæjar:D en já ég nenni lítið að tjá mig um þetta meira nema það að fólk má alveg vera duglegt við að hjálpa mér að drepa tíman því ég er víst að fara að vera allavega næstu 4 daga heima veikur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home