föstudagur, febrúar 25, 2005

vinnuhelgi

jæja maður vaknaður eftir næturvaktina... 3 vaktir eftir.... hlakkar dáldið til á mánudagsmorgun þegar þessi törn er búin. en þetta verður skrautleg vakt í nótt... það eru bara 2 á vakt sem eiga að vera á vakt og hitt eru aukavinnumenn og aðalega þá H menn sem eru ólærðir lögregluþjónar eins og ég. það er nefnilega þorrablót hjá löggunni á vellinum. en þetta verður bara gaman. er að spá í að skella mér í bæinn á mánudaginn. á víst pantaðan tíma hjá tannsa á þriðjudagsmorgun. var með einhvern helvítis verk í einni tönninni frá miðri síðustu viku fram í miðja þessa en hann er farinn núna en er samt að spá í að nota þennan tíma til að fara í tékk bara. það er víst ætlast til þess að maður geri það öðru hverju. en núna ætla ég að fara að klára að hafa mig til fyrir vinnuna... góða helgi fólk

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

jæja kominn með netið

jæja núna er maður kominn með netið. ákvað að slá bara til og fá mér nettengingu þannig ég sé ekki sambandslaus við umheiminn. en svona annars er það bara að frétta af mér að mér líður bara vel hér í keflavík. er að vinna bara eins mikið og ég get en er ennþá reyndar að bíða eftir að það gerist eitthvað í þjálfaramálum. er ekkert byrjaður að þjálfa ennþá. samt ágætt því þá get ég einbeitt mér að því að læra nýja starfið mitt. var í dag á námskeiði þannig séð. fór upp í landamæradeild og þar var verið að kynna mér það starf sem þar er unnið og hvernig ég á að standa að vegabréfaskoðun. lærði mikið um það hvað það er staðið að þeirri skoðun. þetta er meira en að segja það. margt sem maður þarf að hafa í huga. alls ekki einfalt starf. en mér finnst þetta virkilega merkilegt starf og hvernig þeir standa að því.

aðrar fréttir af mér að ég byrjaði að dúlla mér með keflavíkurmær um helgina. hún heitir harpa og er algjör dúlla og hún á lítinn stubb sem heitir kári og er 3 mánaða. þannig maður er kominn með allan pakkan núna (bíll, íbúð, konu og barn) en bara gaman að því. svo er merkisdagur á morgun. kallinn bara að verða 24 ára gamall.... vá maður er bara orðinn gamall.

já svo er liðið mitt að standa sig vel þessa dagana. voru að spila æfingaleik á sunnudaginn og unnu 6-3 en urðu reyndar fyrir slæmum forföllum. orri markvörður meiddist, kannski með slitið krossband en hann er eiginlega eini ómissandi leikmaðurinn í liðinu. verður erfitt að fá góðan mann í hans stað ef hann getur ekki spilað með okkur meira á þessu ári.
en þetta er gott í bili reyni að vera duglegur að færa ykkur fréttir héðan af suðurnesjunum...

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Seint skrifa sumir en skrifa þó

jæja það er nú langt síðan ég skrifaði síðast en þar er vegna þess að ég hef lítið komist á netið því nú er ég fluttur í keflavík þar sem ég bý í má segja 1 herbergja íbúð... hef þar í raun allt sem ég þarf nema vantar ennþá sjónvarp... keypti mér reyndar heimilistölvu um daginn þannig ég er með nóg af bíómyndum á diskum og svo bara 17" skjá þannig það er mitt sjónvarp þessa dagana þegar ég er heima... reyndar hef ég alveg nóg að gera þessa dagana þannig séð... er núna í vinnunni reyndar og það er frekar lítið að gera enda kl hálf 5 að morgni... ég hóf störf í löggunni um síðustu helgi eftir að illa hefði gengið að fá svar frá ríkislögreglustjóra um starfsleyfi fyrir mig en það hafðist lokisins... vann bara á meðan ég var að bíða eftir því bara smá aukavinnu hjá ragga róbert á partasölunni hans að rífa einhverjar súkkur.... ég ætti nú að vita hvað ég er að gera þar fyrst ég hef nú starfað við þessa bíla síðustu 3 árin.... en núna eru breyttir tímar.... löggan og þjáflun... en já nóg um mig að sinni ég reyni að vera duglegri að skrifa hér eftir enda að fá netið þar sem ég bý... gat eiginlega ekki lengur verið án þess orðinn of háður því að nota það dags daglega þegar lítið er að gera hehe

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Flyt á morgun

jæja þá er að koma að því.... ég flyt til keflavíkur á morgun... fór og skoðaði íbúðina í gær og leyst bara rosalega vel á... ekki stórt þannig séð... er eins og gott hjónaherbergi+eldhúskrókur og klósett með sturtu... en þetta er alveg nóg fyrir mig... rosalega fín hjónin sem eiga þetta. en ég á víst eftir að geta komist á netið í vinnunni eða svo sagði sá sem ég þekki í löggunni þarna en ég verð ekki með netið þarna í íbúðinni... ætla hvort eð er bara að æfa og þjálfa þegar ég er ekki að vinna.... kemst svo að því líka á morgun á hvaða vakt ég verð... en veit það samt að þetta eru bæði dag og næturvaktir sem ég er á. fæ líka fatnað á morgun... þannig strákurinn er alveg að fara að stíga sín fyrstu skref í löggæslu.. gamna það.... en ég nenni ekki að skrifa meira í bili... næst þegar ég skrifa verð ég með nýtt heimili þvílík gleði og hamingja:D