laugardagur, janúar 15, 2005

úff hvað maður er sorglegur

jæja í gær var bara svona venjulegur vinnudagur, búinn um 4 og ekkert merkilegt frá því að segja, sótti svo brósa fullan niður í bæ um hálf 9 í gærkvöldi.... hann er ótrúlegur, fór í vísindaferð í KB banka þar sem ískaldar fljótandi veigar voru á boðstólnum. hann stóðst audda ekki frítt áfengi og drakk sig fullan.... á heimleiðinni hringdi kúrudýrið Kolla í mig og við ákváðum að skella okkur í bíó. fórum að sjá Alfie og vá maður þekkir sko þónokkra takta sem hann var að beita á kvennþjóðina. Ég held ég geti sagt það með hreinni samvisku þarna var Bjarni yfirhnakki á ferð:D hann þarf sko að fara að sjá sjálfan sig í action. skellti mér svo miðsvæðis og kíkti smá á lífið í bænum. hitti ofurhnakkan á Pravda þar sem hann hélt uppi sínum heiðri með stæl. en já svona að lokum. Liverpool var ekki að standa sig í dag.... og vá Dudek átti að hafa þetta skot frá Rooney. Morientes kom samt vel út svona í fyrsta leik og mér hlakkar til að sjá þegar hann er kominn í leikæfingu. jæja nóg af bulli þangað til næst....

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæj elskan. Þú verður að standa þig í blogginu sko. En já, bjarni ætti að fara á Alfie :)

Kv. Kolla

7:35 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home