laugardagur, apríl 23, 2005

Uss hvað maður er latur

Ég veit ég er búinn að vera ekkert smá latur að blogga. Þannig séð ekkert mikið að segja frá. Maður gerir lítið annað en að vinna og svo ef maður er í smá fríi þá reynir maður bara að hitta á vinina í bænum. Skelti mér nú samt á djammið um síðustu helgi. Var hér í Keflavík á föstudeginum en það var bara svona rólegt og ég fór heim um 3 en svo á laugardeginum þá var farið á Roadhouse. Þar borgaði maður 2000 kr inn og drakk eins mikinn bjór og maður vildi á barnum. Fínasta tónlist í gangi líka þarna. Minnti smá á gamla Felix enda Svavar sem var vaktstjóri þar að sjá um tónlistina.
Já svo er börnunum alltaf að fjölga í kringum mann. Og ótrúlegasta fólk að verða foreldrar. Ég er samt ekkert að flýta mér í þessum málum er bara laus og liðugur.
Foreldrar mínir ákváðu að bjóða systu og kærastanum hennar til Íslands í nokkra daga og koma þau á miðvikudaginn. Samt vill svo "skemmtilega" til að ég hef nóg að gera um næstu helgi. Það er víst Landsmót ungra lögreglumanna í fótbolta á Stykkishólmi og ég er í liðinu fyrir mitt embætti.
Svo fer tímabilið að byrja í Utandeildinni. Held það sé mánuðir í fyrsta leik.
En já nóg af blaðri þangað til næst.....

sunnudagur, apríl 03, 2005

góð helgi en skrautleg

þetta var fín helgi og sérstaklega góður endir því liðið mitt tók lið Geirfuglana í nefið i kvöld. unnum þá 6-2. sjonni með þrennu einu sinni enn.... kominn með 10 mörk í síðustu 3 leikjum.

en já svona það skrautlega við helgina er það að ég skellti mér á djammið með herlöggunni á vellinum og það var tekið ansi hressilega á því.... fórum fyrst upp á varnarsvæði á barinn þar og fengum okkur nokkra bjóra til að hita upp. síðan var haldið á paddys en lítið stuð þar þannig við kíktum á traffic en það var ekkert af fólki þar af viti svo við skelltum okkur á casino. þar skemmtum við okkur fram á morgun.

en já svona annars er það bara að frétta af mér að ég er að vinna eins og vitleysingur og hef lítinn tíma til að sletta úr klaufunum. en já svona er þetta bara og ég ætla ekkert að hafa þetta lengra í bili læt heyra frá mér flótlega aftur ég lofa:P