fimmtudagur, janúar 20, 2005

Það getur ekki allt gengið upp

já það getur víst ekki allt gengið upp hjá manni, Fc Dragon liðið sem ég er að spila með var að spila æfingaleik í kvöld, við gerðum jafntefli við Styrk sem er svona allt í lagi lið en við áttum að getað gert miklu betur en við gerðum.... ef boltinn hefði fengið að ganga kanta á milli eins og við gerum best þá hefði staðan orðið önnur... lokatölur 2-2 þar sem Máni og Gaui skoruðu okkar mörk í fyrri hálfleik. En maður lærir af mistökunum.
Stelpur, jú ég er víst þekktur fyrir að hugsa mikið um þær. Mín kvennamál ganga upp og niður og eins og þarna um daginn missti ég mig alveg. En það þýðir víst lítið að svekkja sig, maður á bara að stíga aftur á bak og halda áfram. þýðir lítið annað..... það er nóg af fiskum í sjónum, ég þarf bara að finna einn sem hentar mér.
svo er inntökuprófið alveg að fara að skella á og ég er aðeins búinn að vera að testa sjálfan mig og það hefur bara komið vel út. ef allt gengur upp á föstudaginn verð ég ráðinn frá og með 1. feb. skilst mér og fram til áramóta. það má víst ekki fastráða ólærða lögreglumenn en þetta er samt ráðningasamningur í lengri kantinum hvað það varðar því vanalega er bara ráðið til 3 mánaða. þannig ég er sáttur og svo er bara að vona að húsnæðismál gangi upp og ég fái þjálfunarstöðu sem aukavinnu. strákarnir í liðinu eru samt missáttir við það að ég ætli að stinga svona af og meira að segja sagði ingó fyrir leikinn það væri ekkert verra að ég mundi meiðast aðeins í leiknum þannig ég gæti ekki farið í prófið hehe en vitir menn hvað skeður hann meiðist sjálfur á hné og það leit ekki vel út. verður vont að missa hann út í langan tíma í meiðsli. en nóg í bili best að fara að sofa vinna í fyrramálið

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home