mánudagur, janúar 31, 2005

Dagur gleðitíðinda

jæja dagurinn í gær var dagur ánægjulegra tíðinda. ég fékk að vita það að íbúðin sem ég er að fá í keflavík ætti að vera orðin laus strax eftir helgina þannig ég er á leið til keflavíkur á mánud.-þriðjud. til að skoða hana og sjá hvað ég þarf að hafa með mér... eða kannski réttara sagt hverju ég kem fyrir inní þessari íbúð.
Svo fékk ég þau tíðindi í gærkvöldi að Siggi Arnar og Sigurbjörg eignuðust sitt annað barn, lítinn strák en þau áttu stelpu fyrir. Vil bara óska þeim innilega til hamingju með það. Núna fer Arnar í frí loksins.... hann er sko algjör vinnualki og kann ekki að segja nei við vinnu en honum var skipað að fara í fæðingarorlof sem er bara gott. Þá kannski getur hann líka náð upp heilsu.
En já ætli ég mæti ekki í vinnuna á morgun. Var audda veikur alla vikuna síðustu nánast en samt tekur því varla að gera annað á morgun en að tilkynna þeim að ég sé hættur störfum hjá þeim því að ég á víst að byrja seinna í þessari viku í löggunni á vellinum. Var eiginlega hálf leiðinlegt að verða veikur þarna í síðustu viku og enda þannig störf mín hjá fyrirtækinu. En gat lítið við því gert.

Já og eitt enn... ég veit það er engin gestabók hér en það er hægt að láta bara vita af sér með því að skrifa comment... virkar alveg eins takk fyrir:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home