þriðjudagur, febrúar 22, 2005

jæja kominn með netið

jæja núna er maður kominn með netið. ákvað að slá bara til og fá mér nettengingu þannig ég sé ekki sambandslaus við umheiminn. en svona annars er það bara að frétta af mér að mér líður bara vel hér í keflavík. er að vinna bara eins mikið og ég get en er ennþá reyndar að bíða eftir að það gerist eitthvað í þjálfaramálum. er ekkert byrjaður að þjálfa ennþá. samt ágætt því þá get ég einbeitt mér að því að læra nýja starfið mitt. var í dag á námskeiði þannig séð. fór upp í landamæradeild og þar var verið að kynna mér það starf sem þar er unnið og hvernig ég á að standa að vegabréfaskoðun. lærði mikið um það hvað það er staðið að þeirri skoðun. þetta er meira en að segja það. margt sem maður þarf að hafa í huga. alls ekki einfalt starf. en mér finnst þetta virkilega merkilegt starf og hvernig þeir standa að því.

aðrar fréttir af mér að ég byrjaði að dúlla mér með keflavíkurmær um helgina. hún heitir harpa og er algjör dúlla og hún á lítinn stubb sem heitir kári og er 3 mánaða. þannig maður er kominn með allan pakkan núna (bíll, íbúð, konu og barn) en bara gaman að því. svo er merkisdagur á morgun. kallinn bara að verða 24 ára gamall.... vá maður er bara orðinn gamall.

já svo er liðið mitt að standa sig vel þessa dagana. voru að spila æfingaleik á sunnudaginn og unnu 6-3 en urðu reyndar fyrir slæmum forföllum. orri markvörður meiddist, kannski með slitið krossband en hann er eiginlega eini ómissandi leikmaðurinn í liðinu. verður erfitt að fá góðan mann í hans stað ef hann getur ekki spilað með okkur meira á þessu ári.
en þetta er gott í bili reyni að vera duglegur að færa ykkur fréttir héðan af suðurnesjunum...

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

nú á ég sko eftir að fylgjast með þér.... eins gott að þú standir þig í blogginu ;)

12:45 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið :D

1:41 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

til lukku með afmælið.. ;) hvernig er svo djammið í keflavíkinni??

9:40 f.h.

 
Blogger Malbikari said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

10:19 f.h.

 
Blogger Malbikari said...

djammið segiru... ég er nú bara búinn að fara einu sinni á djammið hér síðan ég kom og það var fínt svo sem. en það er fínt að fólk posti undir einhverju nafni sem ég þekki:S

10:23 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

var þetta skot á mig?? hehehe

2:35 e.h.

 
Blogger Malbikari said...

já þetta var skot á þig. væri alveg gott að vita hverjir eru að skrifa inn comment hér

4:44 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home