mánudagur, janúar 17, 2005

Inntökupróf

jæja þá er komið að því... inntökuprófið í lögguna á föstudaginn. eiginlega farið að hlakka dáldið til, vona bara að allt gangi mér í hag og ég nái prófinu og fái vinnuna í löggunni á vellinum. þannig núna ætla ég að vera svoldið duglegur það sem eftir er vikunnar og fara út að hlaupa og synda. jafnvel að maður gluggi í gamlar bækur um stafsetningu því maður þarf víst að fara í stafsetningarpróf og það vegur víst dáldið hátt...
svona til þeirra kvenna sem tóku síðasta blogg mitt nærri sér þá var það kannski dáldið gróft.... en það eru samt margir kvenmenn sem átta sig ekki á því að strákar geta líka haft tilfinningar alveg eins og þær þó við kannski felum þær dáldið mikið og viljum lítið tjá okkur um þær í mörgum tilfellum... það eina sem ég vil biðja ykkur um kæru dömur er að hugsa stundum aðeins hvað þið eruð að gera.
en núna þarf ég að þjóta ætla út að skokka

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home