þriðjudagur, mars 29, 2005

brjálað að gera bara

það er bara allt að verða vitlaust.... er að vinna eins og vitleysingur og þegar ég er ekki að vinna er ég svo latur að ég nenni ekki að fara út úr húsi.... skrapp samt í bæinn í dag og kíkti í bíó með nóra og konunni hans....
Annars svona það sem er helst að frétta er að helgina fyrir páska fór ég í afmæli til ella ofurbuzzer á hverfisbarnum. hitti þar inga sævar og við þvældumst um bæinn fram til 6 um morguninn... ég var samt bara edrú en þetta var fínt aðeins að upplifa miðbæinn aftur... svo á laugardeginum var árshátíð lögreglunnar á keflavíkurflugvelli.... sem var rosalega fín meðan á borðhaldinu stóð.... skemmtiatriðin alveg snilld sérstaklega hjá yfirstjórninni... svo kíkti ég í smá stund niður í bæ en var kominn heim um 3 því ég fór svo að vinna kl 7 á sunnudagsmorguninn.... var frekar þreyttur um kvöldið enda fór ég beint að sofa.... restin af vikunni var eiginlega bara vinna og páskahelgin líka. en það verður gaman að sjá launaseðilinn í lok vikunnar og einnig mánaðarmótin eftir það.... kannski maður nái að slá aðeins á skuldirnar:) og jafnvel hafa smá afgang til að leggja til hliðar en núna ætla ég að fara bara að sofa og reyna að nota frídaginn minn á morgun til að gera eitthvað sniðugt... já og hei gæti vel verið að það verði partý í mosó um næstu helgi... foreldrarnir úti og svona;) en það kemur allt í ljós ég læt fólk vita engar áhyggjur af því

föstudagur, mars 18, 2005

Árshátíð

úff.... það er búið að vera brjálað að gera. ég er búinn að vera að vinna síðustu 7 daga. var á dagvakt um síðustu helgi og svo búinn að vera á næturvakt alla vikuna. er í fríi í dag og á morgun en fer á morgunvakt á sunnudaginn. hefði nú verið lúxus að vera í fríi líka þá því þá gæti ég nú slett ærlega úr klaufunum á morgun því þá er árshátíð lögreglu, öryggisgæslu og tollgæslu á vellinum. hún verður haldin á grand rock... eyfi á víst að spila fyrir dansi þó svo það heilli nú ekki mikið en þá bara fer maður niður í bæ. ég ákvað í gær að skella mér þegar ég komst að því að ég væri ekki að vinna á laugardagskvöld en útaf vaktinni á sunnudaginn þá verð ég nú ekki lengi og ætla að vera edrú.
ekki er hægt að segja annað en ég hafi nóg að gera um helgina því að á sunnudaginn beint eftir vakt þarf ég að bruna í bæinn til að spila æfingaleik með fc dragon. hann er kl 20 og ég er búinn að vinna kl 19. já mikið rétt 12 tíma vaktir. vá hvað ég á eftir að vera búinn á sunnudagskvöldið.

já svo eru mamma, pabbi og litli bróðir í búlgaríu. foreldrar mínir þar að kenna hugleiðslu. þannig bróðir minn sem er 2 árum yngri en ég er bara einn heima og ég held ég krassi bara þar um helgina svo ég þurfi ekki að keyra í kefl beint eftir árshátíðina.

en já ég ætla að skella mér í bæinn þannig endilega verið í bandi um helgina ef þið eruð að gera eitthvað sniðugt.

miðvikudagur, mars 02, 2005

já þið segir það

það er alltaf gaman að fá comment frá fólki hér inn á bloggið... en það er líka pirrandi að fólk sé að skjóta á mann og þorir svo ekki að láta sitt eigið nafn fylgja með....
en já annars gengur lífið bara sinn vanagang. fékk reyndar minna útborgað en ég átti von á þannig þessi mánuður verður strögl en maður sættir sig bara við það... það kostar sitt að byrja að standa á eigin fótum. ýmislegt sem maður þarf að fórna bara af því að fjárhagurinn leyfir það ekki. en þá verður maður bara að finna sér eitthvað annað til að dunda sér við sem kostar ekki neitt eða allavega lítið sem ekki neitt.. já svo er fólk alltaf velkomið að kíkja í heimsókn... það er nú ekki það langt úr bænum og hingað.... ég er líka í fríi föst og laug eða allavega lítur út fyrir það.... reyndar stendur mér til boða að fara að vinna í álverinu á grundartanga á laugardaginn... eitthvað verið að steypa upp þar þannig það þýðir járnabinding. en það kemur bara allt í ljós hvað verður.... en nóg af röfli í bili heyrumst:)